Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 18:00 hefjast vikulegar kyrrðar- og íhugunarstundir í Víðistaðakirkju. Þar verður lesinn og íhugaður guðspjallstexti komandi sunnudags, samkvæmt hinni fornu Biblíulestraraðferð Lectio Divina/Biblíuleg íhugun. Sjá nánari kynningu á henni á heimasíðu kirkjunnar
www. vidistadakirkja.is
Gott er að hafa Biblíuna sína með sér.
Uppbygging stundanna verður í grófum dráttum eftirfarandi:
róleg íhugunartónlist
slökun
Jesúbænin
Innleiðsla í guðspjallstextann
texti dagsins lesinn 3x með hljóðri íhugun á milli lestra
Bæn, Faðir vor og Blessunarorðin
Örstutt hlustunarstund í lokin (valfrjálst að deila hugsunum og upplifunum sem hafa vaknað)