Ég vek athygli á fræðslukvöldi um þjóðkirkju og stjórnarskrá sem haldið verður í Áskirkju þriðjudagskvöldið 2. október kl. 19-21 á vegum Starfs- og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar.
Þann 20. október nk. verður gengið til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Ein spurninganna lýtur að því hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskrá. Kirkjuþing hefur ályktað um þetta mál og hvetur til þess að „áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð“. En hvaða þýðingu hefur stjórnarskráin í raun fyrir þjóðkirkjuna? Hver er forsagan? Hvernig er hægt að hafa bæði þjóðkirkjufyrirkomulag og um leið tryggja stöðu annarra trúfélaga? Hver gæti þróunin orðið á næstu árum, kjósi meirihluti þjóðarinnar að segja „já“? Og hvað ef meirihlutinn segði „nei“? Starfs- og leikmannaskóli þjóðkirkjunnar býður til kynningar og umræðu um þetta mál á fræðslukvöldi með dr. Hjalta Hugasyni og sr. Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur í Áskirkju þriðjudaginn 2. október kl. 19-21. Einnig verður kynntur upplýsingavefur þjóðkirkjunnar um þjóðaratkvæðagreiðsuna. Þátttaka er öllum opin!
en fólk er beðið um að skrá sig hjá Kristínu Arnardóttur á Biskupsstofu, s. 528 4000, kristin.arnardottir@kirkjan.is.