Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður haldinn miðvikudaginn 14. maí
kl. 17:00-20:00 í Grafarvogskirkju.
Dagskrá:
1. Helgistund
2. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Ársskýrsla héraðsnefndar
4. Ársreikningur héraðssjóðs fyrir árið 2024
5. Fjárhagsáætlun héraðssjóðs fyrir árið 2026
6. Umræður og afgreiðsla ársreikninga og fjárhagsáætlunar
7. Kvöldverður
8. Framlagðar starfsskýrslur:
*Eldriborgararáð Reykjavíkurprófastsdæma
*Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma, sjá www.kirkjugardar.is
*Skýrsla héraðsprests
*Skýrsla presta innflytjenda
*Starfsskýrslur og ársreikningar sókna
9. Umræða um mál frá kirkjuþingi, prestastefnu og leikmannastefnu
a) Skýrsla kirkjuþingsfulltrúa
b) Kynning á nýjum tillögum um kosningu til kirkjuþings
c) Skýrsla fulltrúa á Leikmannastefnu
d) Samþykktir prestastefnu kynntar
10. Kosningar:
*Prestur og varamaður hans í héraðsnefnd til tveggja ára
*Skoðunarmenn reikninga til tveggja ára
*Kosning aðalmanns og varamanns til fulltrúaráðs Hjálparstarfs
kirkjunnar til tveggja ára
11. Önnur mál
Fundarslit
Á héraðsfund eiga að mæta samkvæmt starfsreglum þjóðkirkjunnar:
a) þjónandi prestar í prófastsdæminu
b) djáknar, þjónandi í prófastsdæminu
c) formenn sóknarnefnda og safnaðarfulltrúar eða varamenn þeirra
d) kirkjuþingsfulltrúar kjördæmisins
e) fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu
Vígslubiskupnum í Skálholti er boðið að sitja héraðsfund með málfrelsi og tillögurétt.
Starfsfólki sókna og prófastsdæmisins svo og öllum áhugasömum innan þjóðkirkjunnar um
kirkjuleg málefni er heimilt að mæta á fundinn með málfrelsi og tillögurétt.
Á héraðsfundi hafa atkvæðisrétt, tveir fulltrúar frá hverri sókn, sbr. c-lið hér að ofan, og
starfandi prestar og djáknar.