Út er komin bókin Timinn og trúin eftir dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson, héraðsprest í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Í bókinni rannsakar dr. Sigurjón Árni kirkjuárið og textaraðirnar og gerir jafnframt tilraun til að ritskýra guðsþjónustu íslensku Þjóðkirkjunnar.
Í bókinni veltir dr. Sigurjón Árni fyrir sér spurningunum:
Hvernig byrjaði þetta allt saman?
Og hvers vegna urðu textaraðirnar kjölfesta kirkjuársins og hver eru innbyrðis tengsl þeirra?
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, ritar aðfararorð í bókina. Þar segir hún m.a.:
„Þessi bók geymir fjársjóð af fróðleik um sögu textaraðanna, hugsunina bak við þær og tilganginn með því að setja textana einmitt í þá röð sem þeir eru.
Innihald bókarinnar mun því nýtast til fræðslu og meiri skilnings á samhenginu í helgihaldinu og tilgangi þess.“
Á myndinni má sjá biskup taka við bókinni úr hendi höfundar.