Fjölbreytt helgihald verður á skírdag, föstudaginn langa og páskadag í öllum kirkjum prófastsdæmisins. Það er ánægjulegt að mega nú bjóða upp á opið helgihald eftir að hafa verið með samkomutakmarkanir um páska síðustu tvö ár. Litur páskanna er hvítur, litur gleðinnar en bjarti guli liturinn minnir á upprisusólina sem dansar á páskadagsmorgun. Það er gott að taka daginn snemma á páskum og bjóða kirkjurnar upp á hátíðarguðsþjónustu kl. 8 eða 9 árdegis sem er einstakur messutími.