Skýrsla ÆSKR

Ársskýrsla ÆSKR
Æskulýðssamband kirkjunnar í
Reykjavíkurprófastsdæmum
Skýrsla æskulýðsráðs og framkvæmdarstjóra
ÆSKR fyrir starfsárið 2018-2019
Lögð fram á ársfundi ÆSKR í Grensáskirkju 10. apríl 2019
Ársfundur 2018 og æskulýðsráð
Ársfundur ÆSKR 2018 fór fram 16. apríl í Grensáskirkju. Kristján Ágúst Kjartansson stýrði fundi og
Andrea Ösp ritaði fundargerð. Framkvæmdarstjóri kynnti ársskýrslu ÆSKR 2017-2018 og fór yfir
hvað framundan var og kynnti fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2018-2019.
Á ársfundinum var kosið um tvo aðalmenn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs í æskulýðsráð
ÆSKR. Kosningu hlutu Daníel Ágúst Gautason og Jens Elí Gunnarsson. Kosið var um tvö sæti
varamanna til eins árs. Kosningu hlutu Anna Lilja Steinsdóttir og Sóley Adda Egilsdóttir. Valið var í
nefndir og gáfu kost á sér í Febrúarmótsnefnd Margrét Heba Atladóttir, Bjarni Heiðar Jóhannesson
og Hafdís Ósk Baldursdóttir. Í skemmtinefnd voru valin Margrét Heba Atladóttir og Elmar Gauti
Eyjólfsson.
Skrifstofa og Æskulýðsráð
Kristján Ágúst Kjartansson starfar sem Æskulýðfulltrúi og framkvæmdarstjóri ÆSKR og starfar eftir
Erindisbréfi æskulýðsfulltrúa ÆSKR sem felur í sér að halda utan um daglegan rekstur sambandsins
auk þess að sjá um viðburði, námskeið og efnisgerð á vegum ÆSKR í samráði við æskulýðsráð sem
og samskipti við aðila innan og utan kirkjunnar. Fundir æskulýðsráðs eru haldnir á u.þ.b. 3 vikna
fresti og oftar í aðdraganda viðburða á vegum ÆSKR. Katrín Helga Ágústsdóttir er oddamaður
æskulýðsráðs og Anna Lilja Steinsdóttir tengiliður ÆSKR við EYCE. Æskulýðsráðið starfar á
jafnræðisgrundvelli og varamenn taka fullan þátt í fundum og starfi ráðsins.
Starfsemi og helstu viðburðir
Dagskrá ÆSKR hefur undanfarin ár verið í nokkuð sambærileg milli ára þar sem miðað er við að
haldnir séu tveir viðburðir fyrir börn og unglinga á 4-5 vikna fresti og sambærilegt fyrir leiðtoga en
tímasetningum jafnframt hagrætt í kringum frídaga, hátíðir, viðburði og skóladagatal. Þáttur í
starfsseminni er ráðgjöf og samráð við söfnuði, æskulýðsfulltrúa og æskulýðssambönd og er jafn
vöxtur í þeim þætti og fundað reglubundið með fulltrúum ÆSKÞ og ÆSKK. Nýju lífi hefur verið
blásið í samráðsvettvang ÆSKR, ÆSKK, ÆSKÞ og fræðslusviðs Biskupsstofu og fundað er einu
sinni í mánuði sem er verulega jákvætt. Eitt af mikilvægustu verkefnum sem æskulýðsvettvangurinn
stendur frammi fyrir er uppbygging leiðtogahóps, skipulag og samræming á starfshögum þeirra og
endurnýjun fræðsluefnis.
Vorhátíð starfs fatlaðra og ÆSKR
ÆSKR ásamt presti fatlaðra heldur úti starfi fyrir fatlaða, tvisvar í mánuði allan veturinn. Fyrst á
dagskrá eftir ársfund var vorhátíð þessa starfs. Grillaðar voru pylsur og vorinu fagnað með samsæti
og helgistund. Vorhátíðarinnar var að venju beðið með eftirvæntingu og tókst hún vel. Mæting
þátttakenda var góð, u.þ.b. 50 manns og meðlimir í æskulýðsráði mættu og aðstoðuðu við
framreiðslu.
Kirkjuþing unga fólksins (KUF)
KUF var stofnsett af Kirkjuþingi og er á ábyrgð Biskupsstofu sem samið hefur við ÆSKÞ um
framkvæmd og ráðningu verkefnastjóra. KUF er mikilvægur vettvangur fyrir unga fólkið að leggja
bls %1 af %5
sitt af mörkum til að móta þá kirkju sem þau munu erfa. Saman eiga Reykjavíkurprófastsdæmin 8
fulltrúa (10 fulltrúa 2019) á þinginu sem koma fram fyrir fjölmennasta hérað þingsins. Forseti KUF á
sæti á hinu Almenna kirkjuþingi með málfrelsi og flutningsmaður máls sem lagt er fram af KUF.
Framkvæmdarstjóri ÆSKR var annar af tveimur verkefnastjórum KUF 2018 sem haldið var 26. maí
á Biskupsstofu.
Vorviðburður ÆSKR
Æskulýðsleiðtogar hittust í heimahúsi, grilluðu, skemmtu sér og gerðu upp veturinn. Mikilvægt er að
æskulýðsstarfsfólk hittist og þjappi sér saman. Við slíkt þjappar hópurinn sér saman og endurnærist
sem skilar sér í starfsgleði og eldmóð.
Stofnanakynning Guðfræðideildar HÍ
Þáttur í starfsnámi guðfræðinema er svokölluð stofnanakynning þar sem nemendahópur fær
fyrirlestra og kynningu á margvíslegum þjónustusviðum Kirkjunnar. Að beiðni umsjónarfólks
starfsnámsins sáu ÆSKR og ÆSKÞ um kynningu ekki aðeins á samböndunum sjálfum heldur var
einnig gefin heildarmynd af æskulýðsstarfi Kirkjunnar. Framkvæmdarstjóri ÆSKR annaðist
kynninguna 12. maí 2018.
Haustnámskeið leiðtoga
Stefna ÆSKR er að allir leiðtogar sæki námskeiðið Verndum þau og séu með gilda vottun í
skyndihjálp. Er þetta í samræmi við stefnu Æskulýðsvettvang Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Þessi námskeið heldur ÆSKR í samstarfi við ÆSKÞ, Kjalarnessprófastsdæmi og
Biskupsstofu á haustin, annað hvert ár skyndihjálparnámskeið og hitt árið Verndum þau. Haustið
2018 var haldið Verndum þau námsskeið og það haldið 23. ágúst í Hjallakirkju. Námsskeiðið var vel
heppnað og þátttaka viðunnandi þar sem 20 voru skráðir.
Fundur með EYCE og AEJ í Þýskalandi.
AEJ eru samkirkjulegt æskulýðssamband lúterskra kirkna í Þýskalandi. AEJ er aðili að EYCE og
einn mikilvægasti bakhjarl þess. AEJ óskaði eftir fundi með stjórn EYCE til að ræða stöðu EYCE og
aðild AEJ og í ljósi langrar og óslitinnar og tiltölulega umsvifamikillar þátttöku ÆSKR í starfsemi
EYCE í gegnum tíðina þá bauð AEJ framkvæmdarstjóra ÆSKR á fundinn og stóð straum af
kostnaði.
Haustviðburður æskulýðsfélaga
Þann 18. september var haldinn viðburður fyrir æskulýðsfélög í Neskirkju. Grillaðar voru pylsur og
farið í Capture the flag leik. Kvöldinu var lokið með stuttri helgistund. Viðburðurinn heppnaðist vel
og voru 60 þátttakendur mættir.
bls %2 af %5
EYCE
ÆSKR er aðili að Ecumenical Youth Council in Europe (EYCE) og hefur haft þá venju að skipa
meðlim úr æskulýðsráði sem sérstakan tengilið. EYCE National Correspondents meeting var haldinn
á Ítalíu 11. til 14. október. Einn fulltrúi ÆSKR sótti fundinn, Anna Lilja Steinsdóttir, tengiliður
ÆSKR við EYCE, en einnig sótti fundinn Andrea Ösp Andradóttir varaformaður EYCE en hún á
einnig sæti í æskulýðsráði ÆSKR. Rekstur og framkvæmd EYCE er í endurskipulagningu og því
var þátttaka fulltrúa mikilvæg og mikill hagur fyrir ÆSKR að eiga fulltrúa frá Íslandi í stjórn sem
hefur áhrif við að móta starfsemina með tilliti til þarfa íslenskra ungmenna.
Landsmót ÆSKÞ
ÆSKR gerði hlé á viðburðum æskulýðsfélaga í aðdraganda Landsmóts ÆSKÞ sem haldið var
26.-28. okt. þar sem leiðtogar eru önnum kafnir við að undirbúa sinn hóp og þurfa að halda
skipulagsfundi í sinni heimakirkju.
TTT viðburður
ÆSKR hélt skemmtun fyrir TTT starf 21. nóvember. Viðburðurinn tókst vel og voru 71 þátttakandi
frá 4 kirkjum. Börnin sýndu atriði sem þau höfðu æft, fóru í leiki, dönsuðu og sungu í karókí.
Fræðslufundur um persónuvernd fyrir æskulýðsleiðtoga
Persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu og ÆSKR buðu til fræðslufundar um nýleg persónuverndarlög
og persónuverndarstefnu Kirkjunnar. Fundurinn var haldinn 28. nóvember í Háteigskirkju.
Fundurinn var áhugaverður og gagnlegur en hefði mátt vera betur sóttur þar sem um 10 leiðtogar
mættu en ÆSKR hafði áður sent öllum kirkjum bréf þar sem óskað var eftir að einn leiðtogi frá
hverjum söfnuði hið minnsta sæti fundinn.
Jólaball í Skautahöllinni
Jólaviðburður ÆSKR fyrir æskulýðsfélög hefur verið haldinn í Skautahöllinni í Lagardal þar sem
börn og leiðtogar skauta og eiga samfélag saman. Þetta var þriðja árið sem boðið er upp á þennan
viðburð og hefur hann verið vinsæll. Í ár var hann haldinn 29. nóvember og tóku þátt 60 manns.
Febrúarmót
Febrúarmót ÆSKR var haldið í Vatnaskógi helgina 15.-17. febrúar. Að venju var dagskráin á mótinu
bæði fjölbreytt og skemmtileg, en meðal annars voru haldnar kvöldvökur, diskótek, atriðakeppni og
spurningakeppni æskulýðsfélaganna. Um 140 manns voru skráð á mótið sem er nokkuð fleiri en fyrri
ár og fyllir það allt gistirými í Vatnaskógi þrátt fyrir mikla viðbyggingu þar undanfarin ár. Óvenjulegt
var að að þessu sinni voru fleiri drengir þátttakendur á mótinu en jafnan í æskulýðsstarfi er því jafnan
öfugt farið. Mótið gekk sérlega vel og haft á orði að þátttakendur hafi verið sérlega prúðir, virkir í
þátttöku og góður andi. Vegna snjóþyngsla og komust rútur ekki alla leið að sumarbúðunum. Bregða
þurfti á það ráð að þátttakendur gengu síðasta kílómeterinn og farangur ferjaður í bílum en fyrir
bls %3 af %5
þessu hafði verið gert ráð við skipulagningu dagskrár og því var bæði koma og heimför á tilsettum
tíma.
TTT mót
TTT mót ÆSKR sem halda átti í Vatnaskógi 15.-16. mars. var fellt niður. Þetta hefði verið fjórða
skiptið sem slíkt mót er haldið. Árið áður voru 150 skráðir til leiks. Þegar skráningarfrestur var liðin
voru 24 börn skráð á mótið en þá hafði skráningarkerfið verið opið í mánuð og mótið verið auglýst
3.jan, 19. feb og 1. mars. Gefin var frestur og reynt að afla skráninga í 3 daga en þegar það bar ekki
árangur var ákveðið að fella mótið niður. Í kjölfarið var ákveðið að bæta á dagskrá Vorskemmtun
TTT sem haldin verður 2. maí.
Farskóli leiðtogaefna
Farskóli leiðtogaefna er samstarfsverkefni ÆSKR, ÆSKÞ, ÆSKK og fræðslusviðs Biskupsstofu.
Farskólinn hefur fest sig í sessi í starfi kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar, enda metnaðarfullt
og gott starf sem fer fram í skólanum. Í skólanum eru unglingar úr æskulýðsfélögunum sem aðstoða
við barna- og unglingastarfið í söfnuðunum. Kennarar veturinn 2018-2019 voru Magnea
Sverrisdóttir og Daníel Ágúst Gautason og útskrifuðust 12 nemendur úr farskólanum þann 27. mars í
Grensáskirkju. Nemendur undirbjuggu messu, sýndu atriði og héldu útskriftarveislu. Ása Laufey
Sæmundsdóttir héraðsprestur Rpv þjónaði og frú Agnes Sigurðardóttir útskrifaði nemendur.
Foreldrar og gestir komu og voru viðstaddir og mætt voru u.þ.b. 60 manns. Ákvörðun var tekin í
upphafi skólaársins að kennarar skyldu vera tveir allan veturinn. Þótti það vera til þess fallið að auka
gæði kennslunnar og vega upp á móti því að kennsluefnið er að úreldast hratt þessar mundir og
þannig gera kennurum kleift að aðlaga og taka inn ný umfjöllunarefni. Það mætir einnig þeirri kröfu
að í æskulýðsstarfi séu ávalt tveir starfsmenn saman með börnum.
Samráðsfundir leiðtoga
Haldnir voru þrír samráðsfundir leiðtoga yfir veturinn. Fundirnir voru haldnir á þriðjudögum og
fimmtudögum í Neskirkju og Grensáskirkju. Fundirnir eru mjög gagnlegir en mæting mætti vera
betri.
Starf með þroskahömluðum
ÆSKR hefur ásamt presti fatlaðra og Grensáskirkju staðið fyrir starfi með þroskahömluðum. Starfið
fer fram í Grensáskirkju annan hvern fimmtudag. Þetta er 13. veturinn sem boðið er upp á þetta starf
og hafa 30 og 45 manns hafa að jafnaði sótt samverurnar í vetur. Samverurnar hefjast með
kaffispjalli og síðan er gengið til kirkju þar sem fram fer fræðsla, söngur og bæn. Umsjón með
starfinu hafa framkvæmdarstjóri ÆSKR, sr. Úrsula Árnadóttir og Daníel Ágúst Gautason
æskulýðsfulltrúi Grensáskirkju.
Æskulýðsmessur
Æskulýðsmessur eru verkefni í þróun sem hófst á síðasta ári að frumkvæði Eline Elnes Rabbevåg
þáverandi æskulýðsfulltrúa Digraneskirkju og voru haldnar æskulýðsmessur á sunnudagskvöldum
bls %4 af %5
sem fengu yfirskriftina M20. Æskulýðsmessunum er ætlað að höfða til fermingarbarna,
þátttakendum í æskulýðsstarfi og æskulýðsstarfsfólki. Eftir að Eline lét af störfum hefur ÆSKR tekið
við að finna verkefninu farveg. Yfirskriftinni hefur verið breytt í Æ20 og þetta starfsár hafa þegar
verið haldnar þrjár æskulýðsmessur og sú fjórða á dagskrá í vor. Þátttaka hefur verið á bilinu 20 til
60 manns. Í flestum tilvikum eru gestir fermingarbörn og unglingar í þeirri kirkju sem messan er
haldin. Þörf er á að móta skýrar umsjón með skipulagningu og auka kynningu í söfnuðum.
Framundan
Á dagskrá vormisseris, eftir ársfund, er vorsamvera æskulýðsfélaga sem haldin verður 2. maí,
vorskemmtun TTT einnig haldin 2. maí, Æ20 Æskulýðsmessa 5. maí, vorhátíð starfs fatlaðra 9. maí
og Kirkjuþing unga fólksins 25.-26. maí.


Kristján Ágúst Kjartansson
Framkvæmdarstjóri ÆSKR
bls