Skýrsla prests innflytjenda.

Skýrsla prests innflytjenda sem varðar Breiðholtssókn 2019

 

 

Skýrslutímabil: 1. Júní 2018 – 15. maí 2019

Forsaga

Prestur innflytjenda hóf mánaðarlega enska messu í Breiðholtskirkju í október árið 2015 með stuðning og skilning Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Markmið verkefnisins var að veita kirkjukega þjónustu við hælisleitendur sem leituðu til kirkju og einnig við fólk af erlendum uppruna í Breiðholtshverfi.

Frá og með september 2017 færði pretur innflytjenda Seekers bænasamkomu sem hafði verið haldin í Hjallakirkju í Breiðholtskirkju. Hún var ensk bænastund fyrir hælisleitendur og hafði verið haldin tvisvar eða þrisvar í hverjum mánuði á sunnudögum. Með þeim flutningi varð helgihald hjá presti innflytjenda í Breiðholtskirkju varð á hverjum sunnudegi nema á síðasta sunnudag í mánuði. Þátttakendur mættu reglulega í Breiðholtskirkju og vöndust mikið að vera þar. Og þannig var grunnur að mótun safnaðar búinn til.

Í maí 2018 gerðu sóknarnefnd Breiðholtskirkju, sóknaprestur og prestur innflytjenda samvinnuviljayfirlýsingu svo að þjónustu prests innflytjenda meðal flóttafólks og innflytjenda yrði einnig hluti af safnaðarstarfi Breiðholtssóknar.

 

  1. Aðsetur í Breiðholtskirkju

Byggt á samvinnuviljayfirlýsingunni, var skrifstofa prests innflytjenda flutt í Breiðholtskirkju í september 2018. Biskupsstofa greiðir leigufé mánaðarlega vegna aðseturs hans í Breiðholtskirkju.

Það er mikið þægilegara fyrir prest innflytjenda að hafa aðsetur í Breiðholtskirkju og hann þakkar innilega viðkomandi aðilum fyrir framkvæmd flutningsins.

 

  1. Alþjóðlegi söfnuðurinn

Meðfram þróun þjónustu á ensku byrjaði fleira fólk sem var ekki flóttafólk eða ekki lengur flóttafólk að vera með á samkomum. Það var talið eðlilegt að kalla samkomuna með almenninglegu heiti og prestur innflytjenda ákvað að nota heiti ,,Alþjóðlegi Söfnuðurinn“(á ensku International Congregation in the Breiðholts-church: ICB) í staðinn fyrir ,,Seekers“ sem hafði verið notað áður. Þetta var frá og með desember 2018, en í þessari skýrslu er heitið ICB einnig notað fyrir starfsemi áður en desember 2018.

ICB þiggur styrki úr kristnisjóði, að upphæð 1.100.000kr, og 270.000kr úr héraðssjóði prófastsdæmis eystra. Þakkir.

 

  1. Helgihald

Helgihald er á hverjum sunnudegi nema á síðasta sunnudegi mánuðar. Á síðustu sunnudögum er fólkið hvatt til að fara í enska messu í Hallgrímskirkju. Hún er haldin á síðasta sunnudag mánuðar. Í hvert skipti um 10 -12 manns úr ICB taka þátt í messu þar.

Helgihald skiptist í tvennt, bænasamkoma annars vegar og messa með altarisgöngu hins vegar. Örn Magúnusson organisti Breiðholtskirju spilar á píano meðaltal tvísvar í helgihaldi í mánuði. Einnig kennir hann þátttakendum sálma.

Bænasamkoma er með hugleiðingu í hvert skipti og hún er ekkert minni en ,,guðsþjónusta“ í hefðbundinni mynd. En hér er hverjum þátttakanda gefinn kostur á að segja orð um hvernig honum líður eða um efni til að deila með öðrum þátttakendum. Þessi ummæli frá þatttakendunum geta verið beinlínis bænaefni og bæn getur verið mjög persónuleg. Að því leyti er ef til vill þessi bænasamkoma öðruvísi en venjuleg guðsþjónusta.

Meirihluti í bænasamkomu eru farsi(persnesku) mælendur og nokkrir skilja ekki ensku vel. Út af því túlkar einhver þátttakandi úr ensku á farsi á hverri samkomu. Þetta er sjálfboðsþjónusta. Þakkir.

Á skýrslutímabili var bænasamkona haldin 32 sinnum og lagðist niður tvísvar (17. júní og 30. desember). Meðal tal fjölda þátttakenda er 18,5 gegnum tímabilið, en 24,4 í síðustu sex mánuði.

Messa með altarisgöngu var haldin 8 sinnum og meðaltal fjölda þatttakenda er 33,0.

* Prestur innflytjenda heldur samskonar bænasamkomu vikulega í Háteigskirkju og einnig í Keflavíkurkirkju.

  1. Félagskvöld

Félagskvöld var nýtt tilraunarverkefni árið 2019. Markmið er annars vegar að styrkja ICB sem söfnuð og hins vegar að brúna milli á ICB og Breiðholtssöfnuð svo að fólk í báðum söfnuðunum kynnist betur.

Félagskvöldið byggist á tveimur hlutum. Fyrst hluti er að elda mat og borða saman. Annar hluti er að hafa umræðu um trú og líf og Alpha námsleið er notað sem umræðuefni.

Fyrsti félagskvöld var haldið 18. janúar og 36 manns tóku þátt, og annað félagskvöld var haldið 23. febrúar og 32 manns tóku þátt.

Íranskir félagar ICB elduðu mat í báðum skiptum. Séra Magnús Björn sá um umræðustund og kynningu úr Alphanámslkeið í báðum skiptum. Þakkir.

  1. Sameinuð safnaðarferð með Breiðholtssöfnuð
  2. maí sunnudaginn var farið í sameinuð safnaðarferð með Breiðholtssönuði til Golden Circle. Samtals um 50 manns tóku þátt í ferðinni, en 28 manns komu frá ICB. Þetta var raunar Breiðholtssöfnuður sem bauð ICB í safnaðarferð og prestur innflytjenda þakkar innilega fyrir það.

Ferðin gekk alveg vel og hverjum þátttakanda leið vel og var ánægjulegt að vera saman.

  1. Tónleikar ,,Ákall um frið“

Tónleikar ,,Ákall um frið“ voru hadnir 18. apríl skírdag í Breiðholtskirkju að beiðni prests innflytjenda. Tónleikarnir voru af kór Breiðsholtskirkju (stjórnandi Örn Magnússon), en prestur innflytjenda var í samvinnu við kórinn og tók að sér hlutverk um fjármögn og auglýsingu.

Prestur innflytjenda hlustaði á verkin tvö ,,Sunnefa migrant“ og  Þula frá Týli“ sungin af kór Breiðholtskirkju í nóvember 2018. Verkin tvö byggðust á skilningi á flóttamannamálum og presturinn taldi þau væru með erindi við þjóðfélagið og yrðu gott tækifæri til að vekja athygli almennings um málefni flóttmanna.

Tónleikarnir gengu vel með rúmlega hundrað gestum. Samskot til að efla þjónustu kirkjunnar við flóttafólk var gert á tónleikunum og um 61.000kr söfnuðust.

Verkefnið fékk styrki frá Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og eystra(150þ.kr frá hvoru tveggja) og 50þ.kr. frá Kærleiksþjónuustusviði Biskupsstofu. Þakkir til kórsins og styrktaraðilum.

  1. Skírn og skírnarfræðsla

Átta fullorðnir og eitt barn voru skírð til kristinnar trúar í skýrslutímabilinu. Fullorðnirnir voru allir úr ICB en barnið var hjá sóknarbörnunum sem voru af erlendum uppruna.

Skírnarfræðsla er haldin þegar maður óskar eftir henni. Hún tekur venjulega sjö vikur til að klárast.

  1. Þjónusta í Breiðholtssókn


Prestur innflytjenda þjónaði í sunnudagsguðsþjónustu/messu fjögur sinnum í skýrslutímabilinu (sepetmber prédikun og altarisganga, nóvember altarisganga, febrúar altarisganga, apríl þjónusta fyrir altari).

Fermingabörn Breiðholtssóknar tóku þátt í helgihaldi ICB þegar þau vildu. Það telst að vera gott tækifæri fyrir menntun fermingarbarna og prestur innflytjenda óskar að þetta haldi áfram á nýju starfsári líka.

  1. Sumarfrí og afleysing


Prestur innflytjenda tók sumarfrí frá og með 2. október til 16. október. Séra Magnús Björn leysti af í helgihaldi 7. október, og séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, héraðsprestur í Reykjavæikurprófastsdæmi vestra, leysti af 14. óktóber. Kærar þakkir til séra Magnúsar og séra Ásu Laufeyjar.

 

 Framtíðarsýn

ICB er að mótast og vantar ýmislegt til þess að fóta sig sem almennilegur söfnuður. Brýnt er að móta kjarnahóp í ICB eins og sóknarnefnd í venjulegum söfnuði. Slíkur kjarnahópur er nauðsynlegur á öllum sviðum eins og samskiptum, skipulagningu, menntun eða þjónustu í helgihaldi.

Síðustu mánuði mættu 5-6 lítil börn á bænasamkomur. Þau eru frá núll til fimm ára og geta ekki verið með helgihaldi fyrir fullorðna. Nú þarf ICB að finna leið til að passa börnin almennilega.

Ef það vantar pössun og börnunum liður ekki vel, þá munu foreldrar hætta að mæta í helgihald. Ef börnunum liður vel og foreldrar geta einbeitt sér að helgihaldi, þá munu fleiri foreldrar með litlum börnum mæta. Því er þetta tækifæri til að stækka söfnuðinn.

Prestur innflytjenda hyggst að sækja um styrki til að fá sérstaka manneskju og biðja hana um að sjá um dagskrá fyrir lítil börn eins og í sunnudagsskóla. Steinunn Þorbergsdóttir, starfskona í Breiðholtskirkju og djákna candidat, er jákvæð því að taka þetta tilraunar verkefni að sér.

Félagskvöld munu halda áfram til að byggja upp samstöðu og vináttu milli félaga ICB og Breiðholtssöfnuði.

Hins vegar kemur það til greina að Alphanámskeið, sem var á félagskvöldunum, verði haldið sem sjálfstætt námskeið.

 

Enskukennsla gæti verið haldið í sumar. Kennari sem kenndi á vegum Rauða Krossins í Langholtskirkju fyrir tveimur árum er jákvæður að kenna aftur ef tækifæri gefist.

Önnur tilraun sem prest innflytjenda langar að prófa er boðun með því að nota Youtube video. Þessi tilraun mun beinast að fólki af erlendum uppruna í Breiðholtshverfi. Því verða enska, farsi og fleiri tungumál notuð í myndböndum. Nánara mun koma í ljós með tímanum.

 

Lokaorð

Ég er mjög þakklátur öllum í Breiðholtskirkju/söfnuð. Ég trúi að öll góð verkefni fyrir augum Guðs geti ræst ef við óskum og vinnum að þeim. Og gott verk í nafni Guðs er endalaust og við þekkjum ekki allt í einu tímabili.
Því skulum við ekki óttast breytingu og fagna nýju verkefni, nýrri áskorun.

Allt hefur hann gert hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefur hann lagt í brjóst þeirra en maðurinn fær ekki skilið að fullu það verk sem Guð vinnur. (Prédikarinn 3:11)