Haustguðsþjónusta Eldriborgararáðs
verður haldin í Breiðholtskirkju
sunnudaginn 17. september kl. 11:00.
Svala Sigríður Thomsen djákni predikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Þórhalli Heimissyni og Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna.
Kór Breiðholtskirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Arnar Magnússonar.
Einsöngur Marta Guðrún Halldórsdóttir.
Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar.
Allir eru innilega velkomnir og takið með ykkur gesti.
Messan er samstarfsverkefni
Eldriborgararáðs og Breiðholtskirkju.