Krílasálmar hefjast í Seljakirkju í dag.

Krílasálmar í Seljakirkju

Krílasálmar – tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og foreldra hefst í Seljakirkju mánudaginn 23. janúar. Um er að ræða fjögurra vikna námskeið á mánudögum kl. 11 – 11:45.

Verð á námskeiðið er 3000 kr.

Skráning á seljakirkja@kirkjan.is eða í síma 567 0110.

 

Krílasálmar er tónlistarnámskeið í kirkjunni fyrir börn 3ja – 18 mánaða og foreldra þeirra. Markmið námskeiðsins er að vekja sönggleði og gefa foreldrum tækifæri til að tengjast börnum sínum í gegnum söng, leik og tónlist. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög, íslensk þjóðlög og kvæði. Leitast er við að búa til notalegar stundir þar sem við syngjum, vöggum börnunum, dönsum, hlustum á tónlist, leikum okkur og njótum samverunnar.

 

Umsjón með námskeiðinu hefur Guðný Einarsdóttir organisti.