Prof. Dr. Phil. Hartmut Rosenau og Prof. Dr. Johannes Schilling.
Fyrirlesarar eru Prof. Dr.Phil. Hartmut Rosenau og Prof. Dr. Johannes Schilling.
Þeir eru báðir starfandi fræðimenn við Háskólann í Kiel í Þýskalandi. Dr. Schilling er kirkjusagnfræðingur með sérþekkingu á kirkjusögu miðalda, Lúther og siðbótartímanum. Dr. Rosenau er samstæðilegur guðfræðingur og hefur greint stöðu trúarinnar í siðnútímanum og leitast við að nýta spekihefðina í greiningum sínum. Hann hefur djúpar rætur í Lútherskri guðfræði og útfærslu hennar innan frjálslyndu guðfræðinnar, auk þess sækir hann mikið í arfleifð þýskrar heimspeki þá sér í lagi samtíðarheimspeki.
Fyrirlestrarnir tengjast nútíma lúthersrannsóknum og mun tónlist, sálmahefð, náðin, biðin og blessunin verða til umfjöllunar og sett í samhengi við mannfræðilega guðfræði.
Dr. Schilling og Dr. Rosenau eru eftirsóttir víða um lönd og framarlega á sínu sviði enda miðla þeir spennandi sjónarhorni á guðfræði Lúthers. Þeir koma báðir að skipulagningu mikilla hátíðarhalda í Þýskalandi í tilefni af 500 ára minningu síðbótarinnar á næsta ári og á Dr. Schilling sæti í nefnd sem stýrir hátíðarhöldunum þar í landi.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson stýrir umræðum og spjalli milli fyrirlestranna.
Vakin er athygli presta og djákna á því að ráðstefnan er sérstaklega ætluð sem undirbúningur fyrir prestastefnu í Wittenberg í júní á næsta ári og prestar og djáknar eru kvött til að taka frá tíma og mæta í Skálholt.
Öll áhugasöm eru að sjálfsögðu velkomin!
Verð: 27.200.- (prestum er bent á að nýta sér réttindi sín í Vísindasjóði)
Skráning á heimasíðu Skálholts. Takmarkaður fjöldi.
Undirbúningur og skipulag ráðstefnunnar er á höndum
Nefndar um fimm alda minningu siðbótarinnar.
Dr. Gunnar J. Gunnarsson, formaður
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir
Ævar Kjartansson
Dagskrá ráðstefnunnar. (Tímasetningar geta breyst)
Miðvikudagur 14. september
Kl.12.00 Móttaka og hádegisverður.
Kl.13.00 „Sola gratia“ in times of God´s remotenesse. Transformations of lutheran principles into a sapiential theology (Rosenau)
Kl.14.45 Kaffi
Kl.15.15 Luther´s theology in his Songs (Schilling)
Kl.18.00 Aftansöngur
Kl.18.30 Kvöldverður
Kl.22.00 Náttsöngur
Fimmtudagur 15. september
Kl.08.00 Morgunmatur
Kl.09.00 Morguntíðir
Kl.09.30 Luther´s Theology of Music (Schilling)
Kl.10.40 Sapiential theology – reason and outline of a theology of „waiting“ (Rosenau)
Kl.12.00 Hádegisverður
Kl.13.00 Luther´s Translation of Scripture, Luther´s Catechisms, Luther´s piety (Schilling)
kl.14.20 The doctrine af justification transformed into a postmodern concept of blessing (Rosenau)
kl.15.40 Kaffi
kl.16.00 500th anniversary of the Reformation in Germany – outlines and perspectives (Schilling)
- 17.00 „Pietas et eruditio“ – existential disclosure of reformatory education today (Rosenau)
Kl.18.30 Kvöldverður og heimferð
________________________________________________________
Athygli er vakin á því að hægt er að hlýða fyrirlesarana í Háskóla Íslands (stofa A229) mánudaginn 12.september kl.11.40-13.10 og í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 13. september kl.19.30.