Fyrir og eftir prédikun námskeið um messuna
- Hver er uppbygging messunnar?
- Af hverju er dýrðarsöngur á eftir miskunnarbæninni
og trúarjátning eftir guðspjallið?
- Af hverju er talað um almenna kirkjubæn
og hver er merking altarisgöngunnar?
- Af hverju endar messan á blessun?
Á námskeiðinu verður rýnt í messuliðina, tilgang þeirra og stöðu í helgihaldinu. Skoðað verður hvernig uppbyggingu messunnar er háttað, trúfræði hennar og hvernig auka má þátttöku safnaðarins.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru
- Sigurjón Árni Eyjólfsson og sr. Bryndís Malla Elídóttir.
Námskeiðið verður haldið í Seljakirkju
mánudagana 29. febrúar og 7. mars kl. 19:30-21.
Skráning er í síma 567 0110 eða á bryndis.malla.elidottir@kirkjan.is
þátttaka er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
„Ég var glaður, er menn sögðu við mig:
Göngum í hús Drottins.“ Sálm. 122:1