Fræðsluerindi í Hjallakirkju opið öllum áhugasömum.
Farið verður í gegnum guðsþjónustuna og uppruni og tilgangur messuliða kannaður.
Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja vita meira.
Fræðari á kvöldinu er Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur sem er einn fremsti og afkastamesti guðfræðingur landsins.
Erindið hefst kl. 17. og boðið verður upp á samtal og spurningar á eftir. Samverunni lýkur kl. 19.