↑ Spila myndband (2014)
Myndbandið sýnir fjölbreytt starf kirknanna í prófastsdæminu.
Helstu upplýsingar
Skrifstofa prófastsdæmisins er staðsett í Breiðholtskirkju og er opin mánudaga til föstudaga klukkan 9:00 – 13:00.
Símanúmerið er 5674810 og netfangið: eystra@eystra.is
Þar starfa prófastur, Sr. Bryndís Malla Elídóttir, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur, prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma, svæðisstjóri æskulýðsmála Anna Elísabet Gestsdóttir og ritari Arna Ingólfsdóttir.
Hægt er að ná í prófast, Bryndísi Möllu Elídóttur í síma 567 4810 og 892 2901.
Netfang hennar er: bryndis.malla.elidottir@kirkjan.is
Eldriborgararáð Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra er staðsett í Breiðholtskirkju, Þangbakka 5, 109 Reykjavík, sími 587 4810 og netfang eldriborgararad@kirkjan.is. Verkefnastjóri er sr. Bára Friðriksdóttir
Prestur innflytjenda er sr. Toshiki Toma, sími 869 6526 netfang: toshiki@toma.is
Svæðisstjóri æskulýðsmála fyrir Reykjavíkuprófastsdæmin tvö og Kjalarnesprófastsdæmi, Anna Elísabet Gestsdóttir, er með skrifstofu í Breiðholtskirkju, Þangbakka 5, 109 Reykjavík, netfang: lisa@kirkjan.is.
Héraðsprestur er Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson netfang: sae@mmedia.is
Meðal þeirra verkefna sem prófastsskrifstofan annast er undirbúningur og framkvæmd margvíslegra námskeiða og funda og ýmiskonar þjónusta við starf safnaðanna og sérþjónustunnar. Þá er leitað til prófastsskrifstofunnar með fyrirspurnir og beiðnir, bæði frá kirkjulegum aðilum utan prófastsdæmis, einstaklingum og fjölmiðlum.
Starf prófasts er samkvæmt 7. gr. starfsreglna um prófasta (nr. 734/1998) m.a. eftirfarandi:
“Prófastur er fulltrúi biskups í prófastsdæminu, trúnaðarmaður hans og ráðgjafi í kirkjulegum málum. Prófastur hefur í umboði biskups almenna tilsjón með kirkjulegu starfi í prófastsdæminu, stuðlar að því að það gangi sem best fyrir sig og lögum samkvæmt.
Prófastur er ráðgjafi og tilsjónarmaður presta og sóknarnefnda.
Prófastur, sem formaður héraðsnefndar, er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að því er varðar sameiginleg málefni þess, gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum. Hann fylgist með því að réttur kirkjunnar sé virtur í hvívetna”.
Um héraðspresta segir m.a. í starfsreglum um presta (nr. 735/1998) að “héraðsprestur annist reglulega messuafleysingu, þar sem ástæða þykir til” (35. gr.) og “aðstoði prófast og presta við að skipuleggja fræðslumál á þjónustusvæði sínu” (36. gr.).