Messuþjónahátíð í Grafarvogskirkju
27. maí kl. 20
Þriðjudaginn 27. maí verður samvera í Grafarvogskirkju fyrir messuþjóna í Reykjavíkur-prófastsdæmunum og þau sem vilja kynna sér þessa þjónustu. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni og framkvæmdastjóri Biblíufélagsins mun flytja erindi og einnig munu þrír messuþjónar segja frá reynslu sinni af því að taka þátt í messuhóp. Í lokin verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarsalnum.
Messuhóparnir hafa fest sig rækilega í sessi í mörgum kirkjum og má greinilega sjá mikinn árangur af starfi þeirra. Á hátíðinni gefst gott tækifæri til þess að kynna sér þetta starf og eins gleðjast saman eftir góðan vetur. Allir hjartanlega velkomnir hvort sem þeir eru messuþjónar sjálfir eða vilja fræðast meira um þeirra þjónustu og jafnvel innleiða messuhópa í sínum söfnuði.
Messuþjónahátíðin hefst kl. 20 í Grafarvogskirkju þann 27. maí nk.