[Breiðholtskirkja] 25. ára vígsluafmæli kirkjunnar

13. mars 2013 eru 25 ár síðan Breiðholtskirkja var vígð.  Af því tilefni verður viðamikil dagskrá þar sem tímamótanna er minnst með margvíslegum hætti.  Á sjálfan afmælisdaginn nk. miðvikudag verður afmælishátíð frá hádegi og fram á kvöld.

Kl. 12:00 kyrrðarstund með hugleiðingu, fyrirbæn og máltíð Drottins.  Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.

Kl. 13:15 samvera eldri borgara.  Hljómsveitin Friðarliljurnar leikur og syngur, einsöngur, leynigestur og hnallþóruboð.

Kl. 16:00 kirkjukrakkar, afmælishátíð, kaka, blöðrur og afmælisleikir

Kl. 17:30 TTT, afmæliskaka, gleði og glens

Kl. 20:00 Hátíðarmessa.  Prestar og djákni kirkjunnar þjóna ásamt sóknarnefnd.  Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar.  Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnar Magnússonar.  Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson leika á trompet.  Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts leikur létt lög í anddyri kirkjunnar áður en messan hefst.  Kvennfélag Breiðholts býður kirkjugestum í afmæliskaffi að messu lokinni þar sem sýndar verða ljósmyndir úr safnaðarstarfinu.

Komum saman, fögnum afmæli kirkjunnar og bjóðum með okkur gestum!

Bryndís Malla Elídóttir, 11/3 2013 kl. 13.35

 

Source Article from http://kirkjan.is/breidholtskirkja/2013/03/25-ara-vigsluafmaeli-kirkjunnar/