Hvað segja kirkjurnar um…? Námskeið um kenningu og trúarsýn kristinna kirkna á Íslandi.

Þriðjudaginn 22. janúar hefst námskeið á vegum Starfs- og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar í samstarfi við Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi. Þetta námskeið verður í 4 skipti, tvö þriðjudagskvöld og tvo laugardaga eftir hádegi. Fyrsta kvöldið verður haldið í Suðurhlíðarskóla, Suðurhlíð 36, og stendur yfir frá kl. 18-21. Þar munu dr. Einar Sigurbjörnsson og dr. Eric Guðmundsson kynna skírnarskilning evangelísk-lúthersku kirkjunnar annars vegar og Sjöundadags aðventista hins vegar. Að því loknu verða almennar umræður. Boðið verður upp á hressingu í hléi og frjáls framlög vel þegin upp í kostnað við það. Að öðru leyti er námskeiðið ókeypis og mæting frjáls og öllum opin. Skráning er hjá Kristínu Arnardóttur á Biskupsstofu í síma 528 4000 og netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is.

 

Annað skiptið verður haldið í Óháða söfnuðinum við Háteigsveg 56 laugardaginn 26. janúar kl. 13-16. Þar verður líka lokaskiptið, laugardaginn 2. febrúar kl. 13-16. Þriðjudagskvöldið 29. janúar mun Hertex í Mjódd, Álfabakka 12, bjóða fram húsnæði sitt. Umfjöllunarefni eru Kvöldmáltíðin, Biblíuskilningur og Heilagur andi.