Boðið verður upp á orlofsdvöl fyrir eldri borgara að Löngumýri í Skagafirði í sumar. 6 hópar verða í boði frá 25. maí og fram í miðjan júlí.
Fjáröflunar- og kynningarviðburður verður haldinn í Digraneskirkju föstudaginn 28. mars nk. klukkan 17. Fram koma skemmtikraftar sem heimsækja Löngumýri oft á sumrin ásamt fleirum. Kynnir er Gísli Einarsson fjölmiðlamaður. Aðgangseyrir er kr. 4.000 og hægt verður að kaupa varning til styrktar starfinu.
Skráning í dvölina hefst svo daginn eftir, laugardaginn 29. mars. klukkan 12:00 á www.eystra.is