Biblíulestrar í Breiðholtskirkju á fimmtudagskvöldum haustið 2024
Biblíulestrar verða á fimmtudögum Í Breiðholtskirkju klukkan 20 – 22 og hefjast 19. september og verða til 21. nóvember. Þeir eru á vegum héraðsprests, dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar.
Í Breiðholtskirkju verður haldin fyrirlestraröð eða biblíulestur á vegum héraðsprests prófastsdæmisins. Megin efni fyrirlestranna að þessu sinni verður myndlist og trú.
Farið verður í nokkrar lykilspurningar sem snerta þróun myndlistar á 19. og 20. öld og verða skoðuð trúarleg þemu innan hennar. Sérstaklega verður hugað að málaranum Caspar David Friedrich sem hefur haft mótandi áhrif á myndlist á nítjándu og tuttugustu öld. Ber þar hæst landslagsmálverkið og má vel segja að hann sé beint og óbeint fyrirmynd íslenska landslagsmálverksins á fyrri hluta tuttugustu aldar. Auk þess mun dr. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur halda fyrirlestra, um trúarstef í Njálu og Egill Arnarson heimspekingur mun halda áfram að greina frá áhrifasögu Richards Wagners. Stefán Karlsson mun fjalla um glímu trúarinnar í nútímasamfélagi andspænis kröfu samtímans. Í öllum þessum erindum verður á einn eða annan máta tekið tillit til áhrifa til hins Biblíulega boðskapar á menningu og þróun innan vestrænnar menningar.
Boðið verður upp á kaffi og umræður að loknum fyrirlestrum.
Í stað þátttökugjalds er vonast til að fólk nýti forvitni sína og áhuga