Til messuþjóna í Reykjavíkurprófastsdæmum
Verið öll hjartanlega velkomin á sameiginlega messuþjónahátíð í Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 23. maí kl. 20 – 22.
Við byrjum samveruna með helgistund í umsjá prestanna í Grafarvogskirkju og þeir munu einnig sjá um stutta fræðsludagskrá um uppbyggingu og tilgang guðsþjónustunar.
Einnig munu 2-3 aðilar deila með okkur reynslu sinni af því að vera messuþjónar og segja frá starfinu í sinni kirkju.
Þá syngjum við öll saman og
góðar veitingar verða fram bornar í boði prófastsdæmanna.
Við viljum hvetja ykkur til að koma og hitta messuþjóna úr öðrum kirkjum og eiga
saman uppbyggilega og gleðilega kvöldstund.
Við prófastarnir hlökkum til að sjá ykkur og viljum með þessari samveru láta í ljós
örlítinn þakklætisvott fyrir trúfasta messuþjónustu ykkar á liðnum vetri.
Gísli Jónasson
Helga Soffía Konráðsdóttir