Reykjavík, 13. maí 2019.
Heiðraði héraðsfundarfulltrúi!
Með bréfi þessu er minnt á áður boðan héraðsfund Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sem að þessu sinni verður haldinn í Árbæjarkirkju þriðjudaginn 21. maí nk. Fundurinn hefst kl. 17:30 og gert er ráð fyrir að honum ljúki ekki síðar en kl. 21:30.
Fundurinn hefst með helgistund í umsjá sr. Petrínar Mjallar Jóhannesdóttur en síðan taka við venjuleg aðalfundarstörf, framlagning starfsskýrslna og reikninga, afgreiðsla ársreiknings og fjárhagsáætlunar, kosningar og önnur mál. Sjá nánar þar um í meðfylgjandi dagskrá fundarins.
Kvöldmatur verður í boði prófastsdæmisins.
Á héraðsfund eiga að mæta:
- a) þjónandi prestar í prófastsdæminu
- b) tveir sóknarnefndarmenn, formaður og safnaðarfulltrúi, ef hann er til staðar, eða varamenn þeirra
- c) djáknar, starfandi í prófastsdæminu
- d) kirkjuþingsmenn prófastsdæmisins
- e) fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu.
Í starfsreglum um héraðsfundi segir svo:
Starfsmönnum sókna og prófastsdæmis svo og öllum áhugamönnum innan þjóðkirkjunnar um kirkjuleg málefni er heimilt að mæta á héraðsfundi með málfrelsi og tillögurétt. Vil ég því biðja þig að vekja athygli á fundinum í söfnuði þínum og hvetja fólk til þátttöku. Á héraðsfundi hafa atkvæðisrétt, tveir fulltrúar frá hverri sókn, sbr. b-lið hér að ofan, og starfandi prestar og djáknar.
Þess er vænst að þú sjáir þér fært að sækja fundinn.
Í von um góða fundarsókn og með kveðjum og blessunaróskum.
Virðingarfyllst,
Gísli Jónasson,
prófastur
Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
haldinn í Árbæjarkirkju 21. maí 2019 kl. 17:30
Dagskrá:
- Helgistund
- Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara
- Ársskýrsla héraðsnefndar
- Kvöldverður
- Ársreikningur Héraðssjóðs fyrir árið 2018
- Fjárhagsáætlun Héraðssjóðs fyrir árið 2019
- Umræður og afgreiðsla ársreikninga og fjárhagsáætlunar
- Starfsskýrslur:
Starfsskýrslur og ársreikningar sókna
Ellimálaráð
Skýrsla héraðsprests
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (skýrslur þeirra eru aðgengilegar á www.kirkjugardar.is )
Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR)
Skýrsla prests innflytjenda
- Umræða um mál frá Kirkjuþingi, Kirkjuráði, Prestastefnu og Leikmannastefnu
- Skýrsla kirkjuþingsfulltrúa
- Skýrsla fulltrúa á Leikmannastefnu
- Annað
- Kosningar:
- Prestur og varamaður hans í héraðsnefnd til tveggja ára.
- Tveir skoðunarmenn reikninga og varamenn þeirra til tveggja ára.
- Fulltrúi í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar til tveggja ára og varamaður hans.
- Fimm fulltrúar á Leikmannastefnu til fjögurra ára og fimm til vara.
- Önnur mál.
- Fundarslit
Áætlaður fundartími frá kl. 17:30 – 21:30