Táknmál kirkjunnar; Skilurður það sem þú sérð og heyrir?

Táknmál kirkjunnar; Skilurður það sem þú sérð og heyrir?

Hvar: Háteigskirkja

Tími: 5. og 12. nóvember kl. 17-19.

Kennari: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson

 

Hvaða táknheimur birtist okkur í kirkjubyggingum. Farið verður í nokkrar lykilspurningar: Hvaða táknheimur birtist okkur í kirkjubyggingum? Hvaða guðfræði er á bak við hann? Í hvaða biblíutexta vísa byggingarnar? Af hverju er í kirkjum altarisborð, predikunarstóll, skírnarfontur, turn og af hverju eru yfirleitt tröppur upp að kórrýminu innst í kirkjunni o.s.frv. Hvernig hafa kirkjubyggingar þróast í gegnum tíðina? Fjallað verður um þá biblíutexta sem helst hafa mótað kirkjulist og trúartákn bæði í sögu og samtíma. Þar mætti nefna texta úr Opinberunarbók Jóhannesar og þær hugmyndir sem þar koma fram um hina himnesku Jerúsalem.   Þetta námskeið opnar þér nýjan heim!

 

Skráningu skal senda til: runa@biskup.is og Selma@biskup.is

 

 

Verð: 9.900.-*

*VIð skráningu fást upplýsingar um greiðslutilhögun. Minnt er á fræðslustyrki stéttarfélaga.

Hægt er að sækja um styrk hjá kirkjunni við skráningu.

 

Við bendum á að takmarkaður þátttökufjöldi er á öll námskeið Leik- og starfsmannaskólans.