Reykjavík, 3. maí 2018
K y n n i n g a r b r é f
Kæri sóknarnefndarmaður.
Nú er komið að kjöri til Kirkjuþings og sóknarnefndarfólk kýs fulltrúa sína á þingið. Ég gef kost á mér til setu á Kirkjuþingi og vil með þessu bréfi kynna sjálfan mig.
Ég hef setið í sóknarnefnd Grafarvogskirkju í tæp 10 ár og hefur það veitt mér mikla innsýn í málefni safnaða og Þjóðkirkjunnar. Ég hef þá sýn að hægt sé að snúa málefnum Þjóðkirkjunnar úr vörn í sókn og bæta ásýnd safnaðarkirkjunnar. Ég hef metnað fyrir því að Þjóðkirkjan okkar vaxi að nýju og að fólk finni að það eigi heima innan hennar. Mikilvægt er að Þjóðkirkjan nái útbreiddari forystu um að vera vettvangur samfélags fyrir kærleika, umhyggju og fræðslu um gildi trúar og tilverunnar.
Ég er 53 ára og er fæddur í Svíþjóð en alinn upp á Akranesi og er búsettur í Reykjavík. Ég hef verið lögreglumaður í rúm 30 ár. Ég starfa nú sem aðalvarðstjóri hjá Ríkislögreglustjóra með starfsaðstöðu í Forsætisráðuneytinu og ber ábyrgð á öryggi forsætisráðuneytisins og æðstu stjórnar ríkisins. Menntun mín er stúdentspróf, próf frá Lögregluskóla Ríkisins og diplómapróf frá Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótun. Ég er kvæntur Herdísi Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðing sem er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Saman eigum við þrjá syni, sem eru 12, 18 og 22 ára og hafa þeir allir tekið virkan þátt í kristilegu ungmennastarfi.
Ég hef frá unga aldri tekið þátt í ýmsu kristilegu starfi, er uppalinn innan KFUM og KFUK og hef tekið að mér ýmis ábyrgðarstörf innan þeirra samtaka. Eins hef ég verið virkur félagi í Gídeonfélaginu á Íslandi í rúm 25 ár, verið í aðalstjórn félagsins í samtals 11 ár, þarf af forseti félagsins í 6 ár.
Því vil ég bjóða fram krafta mína og reynsla mín af safnaðarstarfi og félagsstarfi til kirkjuþings Þjóðkirkjunnar. Ég sækist því stuðningi þínum til kosningar á kirkjuþing og trúi því að saman getum við sótt fram veginn Þjóðkirkjunni okkar til framdráttar.
Endilega hafið samband við mig ef þið viljið heyra í mér eða fá frekari upplýsingar.
Virðingarfyllst,
Guðmundur Örn Guðjónsson.
gsm. 8403922