Séra Þórhallur Heimisson sóknarprestur Breiðholtskirkju hefur haldið úti fjölmörgum námskeiðum í vetur varðandi orrustur, íslam, trúarbrögð heimsins og leyndardóma fornaldarinnar. Nú er komið að síðasta námskeiði vetrarins en það er um Biblíuna og ber yfirskriftina: Allt sem þú vilt vita um Biblíuna – en veit ekki hvern þú ættir að spyrja.
Pælt verður í heimildum Biblíunnar, ritunarsögu, sögu þeirra þjóða sem við mætum í Biblíunni auk Gyðinga, trúarbrögðum sem hafa haft áhrif á bæði Gyðingdóm og kristni (Egyptum, Babylóníu, Mesópótamíu, Zóróaster, Baal, Fönikíumenn, Gnóstíkinni, Apókalýptíkinni og Grikkjum) og textum sem ekki fengu náð fyrir augum þeirra sem söfnuðu saman textum Biblíunnar.
Námskeiðið er haldið 2. maí og 8. maí í Breiðholtskirkju og það byrjar kl.20.00.
Það er öllum opið og ókeypis – en áhugasamir þurfa að skrá sig á thorhallur33@gmail.com