Samvinna um hjálparstarf?
Árlega tengjast kristnir söfnuðir á Íslandi alþjóðlegri, samkirkjulegri bænahreyfingu fyrir einingu kristninnar vikuna 18.-25. janúar. Að þessu sinni kemur efni vikunnar frá Lettlandi og lýsir fjölbreyttu og kröftugu samstarfi þar í landi, baenavika-2016-daglega. Liður í fjölbreyttri dagskrá bænavikunnar hérlendis, bæði á höfuðborgarsvæðinu, baenavika_dagskra_2016, og á Akureyri, er málþing um möguleika á samvinnu um hjálparstarf, til dæmis vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda. Málþingið verður haldið í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14 í Grafarvogi kl. 18-21 þriðjudagskvöldið 19. janúar. Fjallað verður um siðrænar hliðar kærleiksþjónustu og samkirkjulegt og þvertrúarlegt samstarf. Meðal málshefjanda eru María Ágústsdóttir doktorsnemi í samkirkjulegri guðfræði og Þórir Guðmundsson frá Rauða Krossinum. Einnig taka til máls fulltrúar frá ýmsum kirkjum og samtökum. Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi stendur að bænavikunni hérlendis.