Fimmtudaginn 26. nóvember næsktomandi kemur bókin Fangelsisbréfin eftir þýska guðfræðinginn og prestinn Dietrich Bonhoeffer út í röð lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Er það 89. ritið sem kemur út í bókaflokknum. Ritið heitir á frummálinu Widerstand und Ergebun. Briefe und Aufzeichnungen aus der Haft og kom fyrst út að höfundinum látnum árið 1953. Dr. Gunnar Kristjánsson, fyrrum prófastur hefur íslenskað og ritað inngang að verkinu. Ljóðaþýðingar þær sem í bókinni birtast eru unnar af Sölva Birni Sigurðssyni. Bókin er ríflega 360 síður.
Á útgáfudaginn verður boðið til fagnaðar í Neskirkju klukkan 17:00. Þar mun þýðandi fjalla um guðfræðinginn og andspyrnumanninn Dietrich Bonhoeffer. Þá mun dr. Skúli Sigurður Ólafsson fjalla um efni og innihald bókarinnar, hvaða erindi hún eigi við lesendur í dag. Boðið verður upp á léttar veitingar á staðnum.