Gamlinginn 2015 – tónleikar til styrktar orlofsbúðum
Í mörg ár hefur íslenska Þjóðkirkjan staðið fyrir orlofsbúðum fyrir eldri borgara. Síðast liðin 11 ár hafa þær verið starfræktar á Löngumýri í Skagafirði. Gestir okkar, sem koma af landinu öllu, eru frá sextugu og uppúr. Á Löngumýri er mjög góð aðstaða, heitir pottar, fallegar gönguleiðir og allt aðgengi mjög gott. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í boði alla dvalardagana að ógleymdu kjarngóðu skagfirsku fæði.
Til að hægt verði að niðurgreiða dvalarkostnað gesta okkar að einhverju leyti blásum við til fjáröflunartónleika. Margir dásamlegir og góðhjartaðir listamenn leggja okkur lið í ár. Allir sem koma að þessum tónleikum gefa vinnu sína.
Tónleikar verða haldnir í Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 11. mars kl. 20:00.
Fram koma: Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Gissur Páll Gissurarson, Guðrún Gunnarsdóttir og Páll Rósinkranz. Gestasöngvarar tónleikanna eru Löngumýrargengið. Þau koma að sjálfsögðu úr Skagafirði, en það eru þau Gunnar Rögnvaldsson, Íris Olga Lúðvíksdóttir, Jón Hallur Ingólfsson og Sigvaldi Gunnarsson.
Tónlistarstjóri tónleikanna er Óskar Einarsson.