Um Alþjóðlegan bæna dag kvenna.
Þann 8.mars 1935 var Alþjóðlegurbænadagurkvennahaldinnhátíðlegur á Íslandi í fyrsta sinn. Þaðvoru konurnar í Kristniboðsfélagi kvenna sem boðuðu til almennrar bænasamkomu í Betaníu síðdegis þann dag. Við fögnumþví að 80 ár eruliðin frá því bænadags kvenna var first minnst á Íslandi, enhann á sé rríflegahálfraraldrar samfellda sögu hérlendis (frá því fyrir 1960). Auður Eir Vilhjálmsdóttir, síðar séra, sem safnaði saman samkirkjulegum hópi kvenna til undirbúnings og framkvæmdar deginum á 7. áratug síðustu aldar og starfar sá hópur enn, þó aðrar konur hafi komið í stað frumherjanna.
Sem flestum er kunnugt er alþjóðabænadagurkvenna ávallt haldinn fyrsta föstudag í mars, að þessu sinni 6. mars. Bænarefni koma frá Bahamaeyjum þetta árið og er orðalag Bahamakvenna litríkt og djúpt. Sigríður Schram kennari, sem þýddi efnið eins og nokkur undanfarin ár, hefur leitast við að halda þeim einkennum í þýðingu sinni. Sérstök bænarefni eru fátækar konur, þolendur heimilisofbeldis, flóttafólk, ungar mæður og einstæðir foreldrar, fólk með HÍV/alnæmi og konur sem greinst hafa með brjóstakrabba.
Bætt hefur verið inn bæn frá Íslandi, sem nota má eina og sér í helgihaldi vikunnar eða sunnudagsins. Þar er m.a. minnst kosningaréttar kvenna í 100 ár og 200 ára afmælis HÍB sem er jú samkirkjulegt félag. Viðburða bænadags kvenna verður að þessu sinni getið á viðburðaskrá afmælisnefndar kosningaréttar kvenna í 100 ár http://kosningarettur100ara.is/.
Samkoman á höfuðborgarsvæðinu verður í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, kl.20 föstudagskvöldið 6.mars 2015. Hún verður endurtekin að hluta í útvarpsguðsþjónustu á skírdag kl. 11.
Með bestukveðjum frá landsnefnd um alþjóðlegan bænadag kvenna á Íslandi,
María Ágústsdóttir,
Vinnukona nefndarinnar
Ísland: Guð, viðþökkum þér fyrir kosningarétt íslenskra kvenna í eitthundrað ár og þær góðu aðstæður sem konur njóta almennt á Íslandi. Sýndu okkur leiðir til að mæta þeim konum sem búa við erfið kjör, vegan veikinda, aldurs, fátæktar, heimilisofbeldis eða annarra aðstæðna. Viðbiðjumfyrir flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi, sérstaklega þeim sem koma hingað vegan mansals. Gefðu aðvið sem þjóð mættum bera gæfu til að greiða úr málum hverrar manneskju sem hingað kemur.
Við þökkum öllum þér einnig fyrir alþjóðlegan bænadag kvenna sem first var haldinn hérlendis fyri ráttatíu árum og HIðíslenska biblíufélag sem hefur starfað í tvöhundruð ár. Lof sé þér fyrir þá stóru keðju í tíma og rúmi sem við erum hluti af. Minn okkur á að biðja án afláts hvert fyrir annarri og hvert fyrir öðru og sýna djúpstæðan kærleika þinn í allri okkar framgöngu.