Áramótaguðsþjónusta Eldriborgararáðs verður haldin í Laugarneskirkju fimmtudaginn 15. janúar kl. 14:00. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona flytur hugleiðingu. Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur og Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Tónlistarstjóri verður Arngerður María Árnadóttir. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir eru innilega velkomnir og takið með ykkur gesti. Messan er samstarfsverkefni Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæma og Laugarneskirkju.