Trú og samtíð
Vor 2014 (16.01-20.03)
Námskeið um kristni í samtímanum, helstu stefnur og strauma, hefst í Breiðholtskirkju Fimmtudaginn 16. Janúar. Í fyrirlestrum verður umfjöllun um stöðu kirkju og kristni tengd við samfélagsrýni kvennaheimspekinganna Simone de Beuvoir, Luce Irigaray og Judith Butler.
Námskeiðið er hluti af Biblíulestrarröð á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Starfs og leikmannaskóla kirkjunnar.
Kennari á námskeiðinu er einn afkastamesti fræðimaður íslenskrar guðfræði Dr. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Sigurjón var gestakennari við Guðfræðideildina í Kiel síðasta sumarmisseri og er því hér gott tækifæri til að kynnast því sem hæst ber í guðfræðiumræðu í dag.
Skráning er á netfangið skraning(hjá)kirkjan.is eða á skriftstofu Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í síma: 567-4810
Tími: 16. janúar—20. mars, kl. 20.00-22.00, fimmtudagar 10 skipti.