Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra 22. maí í Grafarvogskirkju.

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður haldinn í Grafarvogskirkju miðvikudaginn 22. maí og hefst kl. 17:30.
Boðaðir hafa verið á fundinn:
Prestar
Djáknar
Formenn sóknarnefnda
Safnaðarfulltrúar
Fulltrúar á Kirkjuþingi
Fulltrúar á Leikmannastefnu.

Dagskrá:
Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
haldinn í Grafarvogskirkju 22. maí 2013 kl. 17:30

Dagskrá:

1. Helgistund

2. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara

3. Ársskýrsla prófasts

4. Kvöldverður

5. Ársreikningur Héraðssjóðs fyrir árið 2012

6. Fjárhagsáætlun Héraðssjóðs fyrir árið 2014

7. Umræður og afgreiðsla ársreikninga og fjárhagsáætlunar

8. Starfsskýrslur:

Starfsskýrslur og ársreikningar sókna
Ellimálaráð
Skýrsla héraðsprests
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (skýrslur þeirra eru aðgengilegar á
www.kirkjugardar.is
Leikmannastefna
Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR)

9. Umræða um mál frá Kirkjuþingi, Kirkjuráði, Prestastefnu og Leikmannastefnu
a) Skýrsla kirkjuþingsfulltrúa
b) Umsögn um 5. mál kirkjuþings um þingsályktun um sameiningu prófastsdæma.
c) Umsögn um 41. mál kirkjuþings um þingsályktun um sameiningu prestakalla.
d) Bréf biskups um skimun allra starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjustarfi.
e) Skýrsla fulltrúa á Leikmannastefnu
f) Annað

10. Kosningar:
a) Prestur og varamaður hans í héraðsnefnd til tveggja ára.
b) Tveir skoðunarmenn reikninga og varamenn þeirra til tveggja ára
c) Fulltrúi í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar til tveggja ára og varamaður hans.

11. Önnur mál.

12. Fundarslit

Áætlaður fundartími frá kl. 17:30 – 22:00