Starfs- og leikmannaskóli þjóðkirkjunnar býður til námskeiðs um bibliodrama þriðjudaginn 23. október kl. 18-21. Bibliodrama er ný aðferð til að kynna Biblíuna og sögur hennar. Með leikrænni tjáningu og hlutverkaleik ganga þátttakendur á vit sögunnar og lifa sig inn í persónur hennar. Um leið eru sögur Biblíunnar skoðaðar í ljósi eigin sögu og upplifunar út frá aðferðum sálfræði. Þessi nálgun hentar vel í safnaðarstarfi með fullorðnu fólki og einnig í æskulýðsstarfi. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sr. Halldór Reynisson og Björg Árnadóttir. Það er haldið í Bústaðakirkju. Skráning og nánari upplýsingar er á netfanginu kristin.arnardottir@kirkjan.is og í síma 528 4000.