Nú hefur verið opnuð ný vefsíða Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Vefsíðan byggir að einhverju leyti á eldri síðu prófastsdæmisins sem hægt er að nálgast á slóðinni www2.eystra.is.
Á nýju síðunni má finna fréttir frá kirkjum prófastsdæmisins ásamt upplýsingum um þær.
Síðan er unnin af Guðmundi Karli Einarssyni.
Ljósmyndir á síðunni koma frá Guðmundi Ófni Jónssyni og af Myndasvæði Þjóðkirkjunnar.